Sunday, January 29, 2012

Ljúfur laugardagur



Síðasti laugardagur var heldur betur góður.
Dagurinn byrjaði á Laugaveginum með brunch á Glætunni bókakaffi og svo tók við laugarvegströlt með tengdó. 
Síðan bættist restin af fjölskyldunni við og leiðinni heitið í Keiluhöllina þar sem ég skíttapaði.
Kvöldinu eyddi ég svo með elsku bestu vinkonu minni sem var að útskrifast úr HR og fleiri góðum vinkonum.

Rosalega á ég eftir að sakna þessara daga þegar ég flyt út í haust, en við Eyþór höfum verið dugleg að fylla helgarnar af fjölskyldu - og vinastundum þar sem þær verða fáar næstu (allavega) tvö árin..

2 comments:

EddaRósSkúla said...

Rosalega eiga fleiri eftir að sakna ykkar :* Ég þarf að fara plana heimsókn...

Valgerður said...

ójá, ef ég kemst inn þá vitum við hvert þú munt nota frímiðann! ;)