Thursday, January 26, 2012

Snjódagur og bjargvættirnir

Í dag er í annað skiptið á ævinni sem ég fæ að vera heima vegna "snow day". 
Þegar ég var í high school í Washington fylki fengum við einn frídag vegna um eins cm snjókomu. Í dag kemst ég ekki til Reykjavíkur í vinnuna þar sem snjólagið er um 50 cm (sjá t.d. hér). Fyrst ég þurfti ekki að skunda útá rútústoppistöðina þá eldaði ég eggjahræru með pulsum í morgunmat handa okkur Eyþóri.

Við hjálpuðum svo nágrönnum okkar að losa bílinn sinn og hann fór í vinnuna en ég mun sennilega bara sitja svona í allan dag:


Útsýnið mitt er svona:


Og þessi er mættur á bílastæði blokkarinnar við hliðina.


Annars eru tveir bjargvættir sem hafa komið mér í gegnum þennan vetur. 
Sá fyrsti er grjónapoki, en honum hendi ég í örbylgjuofninn í 2 mínútur um leið og ég kem inn úr kuldanum og skelli honum á köldu táslurnar mínar eða á bakið og axlirnar. Algjör snilld fyrir svona kuldaskræfu eins og mig!

Hins vegar eru það elsku stígvélin mín sem mér er farið að þykja virkilega vænt um. Ég get vaðið hvaða skafla sem er og verð aldrei blaut. Svo eru þau frekar nett miðað við stígvél og alls ekkert þung eins og flest stígvél. 

Fyrrverandi eigandi þeirra, gömul austurrísk kona, hefur hugsað ósköp vel um þau og fylgdu þau eiginlega með íbúðinni sem ég leigði úti í Vín, en konan (sem hafði látist skömmu áður) skildi þau eftir og ég fékk að eiga þau. 
Hér er svo mynd af mér í stígvélunum í íbúðinni í Vín.. voða sátt :)

3 comments:

Anonymous said...

Fína valgerður!*
-Heida

EddaRósSkúla said...

Elska þessi stígvél!

Hildur said...

Ég fékk líka nokkrum sinnum snowday í usa en þá var líka 50 cm.. En eitt skiptið var útaf -40 gráðu frosti!