Friday, June 7, 2013

Alki Beach/West Seattle

Þessi vika hefur verið mjög næs þar sem sólin ákvað að láta sjá sig og svo er þægilega hlýtt úti. Það er brjálað að gera í lokaverkefnum í skólanum (allir tímar búnir) þannig að við erum inni að læra og vinna mestallan daginn en tökum okkur allavega 2-3ja tíma pásu til þess að fara út og leika okkur aðeins í borginni! Það er svo stuttur tími eftir að við erum að reyna að gera sem mest, svona meðfram heimavinnunni.. 

Við kíktum til West Seattle fyrr í vikunni sem er hverfi alveg hinu megin við miðbæinn. Við röltum meðfram ströndinni, fengum okkur víetnamskan mat og horfðum á fólk spila blak og grilla smores. 

 Djöfull brá mér þegar ég labbaði yfir þetta fyrst..hjólabuxurnar björguðu mér alveg.. ;)
 Fullt af high school krökkum, sennilega að fagna komandi útskrift.
 Æðislegt útsýni frá vesturhluta borgarinnar (eins og víðast hvar í borginni reyndar)
 (Ókunnugt fólk er ALLTAF að bjóðast til þess að taka mynd af okkur saman..)

4 comments:

Helga Dagný said...

Bíð alltaf spennt eftir að það komi nýtt blogg frá ykkur. Sé að þið eruð svo sannarlega að njóta lífsins þarna úti ;)

Valgerður said...

takk elsku Helga, já það er verið að njóta síðustu daganna alveg í botn. Hlakka til að fylgjast með ferðalaginu ykkar í sumar!! :)

ester said...

Vá þvílík myndaveisla og skemmtilegt og gaman. Ég er svo ánægð með hvað þið eruð dugleg að gera og skoða og sjá. xx

Valgerður said...

takk Ester, sömó!! :)