Ég sakna virkilega notalegu hádegisstunda okkar Eyþórs sem við áttum í Vín.
Við vorum oftast heima bæði í hádeginu og dunduðum okkur í eldhúsinu saman og útbjuggum fínasta hádegismat undir rólegum austurrískum útvarpstónum.
Já þetta var ljúfur tími...en þar sem við erum bæði í fullri vinnu hér á landi og meirasegja í sitthvoru bæjarfélaginu þá hafa þessar hádegisstundir okkar takmarkast við eina og eina hádegisstund um helgar.
Síðustu helgi prófaði ég nýja uppskrift af brauði en ég á það til að vera dugleg að baka brauð. Ég elska að gera auðveldar gerlausar brauðuppskriftir sem taka enga stund að hræra í og bragðast oftar betur en rúnstykki úr næsta bakaríi. Ég á oftast allt í uppskriftirnar og svo líður mér vel þegar ég veit nákvæmlega hvað er í því sem ég borða.
Uppskriftina af brauðinu fékk á fallega matarblogginu hjá Evu Laufey Kjaran og ég mæli hiklaust með þessari auðveldu og fljótlegu uppskrift.
1 comment:
Þetta brauð verð ég að prófa!
Post a Comment