Tuesday, January 10, 2012

Epla - og berja crumble


Ég veit ekki hvað þessi eftirréttur heitir á íslensku en góður er hann og ótrúlega einfaldur. 
Fékk hann fyrst hjá Elínu Ingu vinkonu sem hefur svipað mikinn áhuga á eftirréttum og ég..

Uppskriftin er einföld:
- 220 heilhveiti/spelt (hef prófað að gera þetta með venjulegu hveiti og fannst það ekki nærri jafn gott)
- 100 g sykur (ég minnka þó oftast sykurmagnið í uppskriftum en svona er hún upphaflega)
- 175 g smjör

- 1-2 epli 
- 400 g ber
(það er í raun hægt að nota eins mikið af ávöxtum og þið viljið og næstum hvaða ávexti sem er)

Hveiti og sykri er hrært saman í skál. Smjörið er skorið niður í teninga og svo er því bætt við og hnoðað líttilega með höndunum. 

Epli skorin í litla bita og sett í eldfast mót. Berin svo sett út í. Ég hef prófað að setja frosin blönduð ber en mér finnst betra að hafa aðeins bláber (mér finnst litlu rauðu berin of súr)

Deigið er svo lagt yfir og ég setti smá slettu af agave sýrópi yfir.

Inn í ofn með þetta á 180°og í 45-55 mín (í rauninni bara þegar þetta er orðið nokkuð brúnt)

Mjög gott að bera réttinn fram með vanilluís og rjóma.

2 comments:

Ester said...

Vá ég er að fara að prófa þessa!

Valgerður said...

já þetta er snilldarréttur, einn sá fljótlegasti sem ég veit um og maður á oftast allt í hann :)