Monday, April 29, 2013

Indianola beach

Á leiðinni heim frá Leavenworth stoppuðum við á Indianola ströndinni sem er um hálftíma frá Poulsbo. Þegar ég var í high school fóru krakkarnir hingað á sólríkum dögum. Ég fór líka hingað á áramótabrennu með Stephanie belgísku vinkonu minni og host-fjölskyldunni hennar en þau bjuggu í húsi lengst inni í skógi (mjög algengt á þessu svæði) ekki svo langt frá ströndinni. Ég man hvað mér fannst furðulegt að eyða áramótunum í fyrsta skipti ekki í Keflavík með fjölskyldu og vinum en þann 31.des 2004 flaug ég með körfuboltaliðinu mínu heim til Seattle frá Alaska þar sem við höfðum eytt jólafríinu í að keppa á körfuboltamóti í Juneau, höfuðborg fylkisins. 

Þetta er nú ekki merkileg strönd á mælikvarða heitu fylkjanna í Bandaríkjunum, en miðað við að ég bý í fylkinu sem er lengst til norðurs og einnig lengst til vesturs, þá er þetta hin fínasta strönd á sólríkum degi.
Frekar hressandi að kíkja útá þilfar í Kingston-Edmonds ferjunni á leiðinni tilbaka frá Leavenworth.
Úti á enda bryggjunnar lá fólk í sólbaði en ég veit um vinkonur sem lágu bara á steinunum einn sólríkan dag árið 2005 að reyna að tana en þann daginn var ekki mikil fjara sem olli því að ekki var hægt að liggja á sandinum. Ég auglýsi hér eftir myndum frá þeim degi, þú veist hver þú ert!

Saturday, April 27, 2013

Leavenworth, WA

Það var virkilega gaman að keyra alla leiðina til Leavenworth, sérstaklega þegar endastöðin var svona falleg eins og bærinn reyndist vera. Við fengum æðislegt veður, það var enn snjór í fjöllunum og meirasegja sást í snjó víðs vegar um bæinn. En samt 20 stiga hiti og sól :)

Við röltum um miðbæinn, þar eru endalaust af túristabúðum og svo inná milli eru þýskar krár þar sem hægt er að fá sér bjór, bratwurst, saltkringlur og þar fram eftir götunum. Við sátum úti og sötruðum heimabruggaðan bjór (ok ég fékk mér hvítvín..) en í Leavenworth er stór bruggverksmiðja sem er með stóran bar á efri hæðinni. 

Um kvöldið fórum við svo út að borða og fengum okkur nokkra kokteila áður en við rákumst á karokíbar sem við að sjálfsögðu urðum að kíkja á. Hann var fullur af rednecks sem tóku hvert country lagið af fætur öðru. Við gátum ekki setið á okkur og tókum gamalt og gott rapplag sem liðið var svosem bara ágætlega sátt með ;) 
Saltwater taffy - bestu karamellur ever, svo mjúkar og alls konar bragðtegundir í boði.
Meirasegja McDonalds þarf að vera í þýskum stíl í Leavenworth.
Í Leavenworth leika krakkarnir sér bara eins og Emil í Kattholti.. að tálga spítur er mjög vinsælt.
Mjög skringilega útlítandi sum húsin.
Myndaflipp á fallega hótelherberginu okkar áður en við kíktum út um kvöldið.
Ég fann Kevin í Leavenworth!!
Gott pós?

Wednesday, April 24, 2013

(Á leiðinni til) Leavenworth, WA

Um páskahelgina var rosalega gott veður í Washington fylki, sól og 20 stiga hiti og okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt áður en skólinn myndi byrja á mánudeginum. Við ákváðum á laugardagsmorgninum að keyra inn í miðjuna á fylkinu og skoða lítinn bæ sem gæti alveg eins hafa verið bær í Bæjaralandi (Bavaria - syðsta sambandsland Þýskalands). 

Bærinn er semsagt byggður eins og þýskur bær, "Alparnir" umlykja bæinn og þýski fáninn hangir út úm allt. Myndir af bænum fáiði að sjá í næstu færslu en bílferðin þangað var ekki síður skemmtileg. 
Það er skemmtileg stemning að stoppa á svona drive through kaffiskúrum en sjaldnast er kaffið nú gott..
Hins vegar var æðislegt að koma við hér. Alpen drive in í bænum Sultan bauð upp á hamborgara og mjólkurþeytinga. Einnig var skemmtilegt svæði í kringum staðinn þar sem hægt var að sitja úti í góða veðrinu.
Á leiðinni til Leavenworth stoppuðum við og fengum okkur karamellusjeik og svo urðum við að prófa hamborgarann á leiðinni til baka. Bæði mjög gott.
Stuttu eftir að þessi mynd var tekin kom sú lengsta flutningalest sem við höfum séð! Hún var án gríns svona 2 km á lengd.
Útsýnið úr bílnum var æðislegt.

Sunday, April 21, 2013

Seattle downtown coastline

Við tókum nokkrar myndir eitt kvöldið þegar sólin var að setjast akkúrat þegar við vorum að taka ferjuna frá borginni yfir til Bainbridge Island. Það er alltaf einhver sjarmi yfir ferjuferðinni yfir á "the other side of the water" eins og fólkið hérna kallar Kitsap sýsluna þar sem Poulsbo er. 
Þessi staður er við hliðina á ferjustöðinni niðri á höfn. Parísarhjólið er tiltölulega nýkomið en við höfum ekki enn prófað það.
Um leið og við komum um borð fórum við upp stigann og nutum útsýnisins yfir borgina sem var afar fallegt í sólsetrinu.
.. það er samt alltaf rok uppi á þilfarinu!

Thursday, April 18, 2013

Tyggjóveggurinn - Pike Place Market Gum Wall


Stutt færsla á afmælisdaginn (takk fyrir kveðjurnar elsku vinir!) - ég er á leiðinni í nudd og útað borða í kvöld, hlakka mjög mikið til að taka mér einn eftirmiðdag í frí frá lærdómi.

Pike Place Market er einn vinsælasti túristastaðurinn hér í borginni, skemmtilegur úti - og inni markaður með alls konar búðum og fullt af ferskum mat. Þessi tyggjóveggur er rétt fyrir neðan markaðinn og hefur líka mikið túristaaðdráttarafl. Ég hef þó komist að því að heimamenn vita margir ekkert um tilvist tyggjóveggjarins, t.d. hafði ég búið hérna í ár og heimsótt borgina margoft en hafði ekki hugmynd um vegginn fyrr en Edda Rós vinkona mín heimsótti borgina í fyrra!

Allavega, húsið var áður fyrr leikhús og fastagestir leikhússins festu tyggjó á vegginn af einhverjum ástæðum. Þetta var farið að aukast svo mikið að hreingerningarfólkið hreinlega gafst upp á að þrífa vegginn. Eitt leiddi af öðru og í dag er þetta stór veggur sem er þakinn tyggjói í öllum litum.

Monday, April 15, 2013

Síðustu dagarnir í Poulsbo

Síðustu dagarnir okkar í Poulsbo voru virkilega næs, ég naut þess að vera í fríi áður en háskólabrjálæðið tók við. Við fórum í tilefni afmælis Jim til Bremerton sem er um hálftíma frá Poulsbo út að borða á sjávarréttaveitingastað við höfnina. Það var ótrúlega gaman, veðrið var yndislegt og við röltum um höfnina áður en við fórum inn í þriggja rétta veislu.
Útsýnið frá borðinu okkar á veitingastaðnum.
Ég og Aladene í heimabænum hennar.
Jim og Aladene, host-foreldrar mínir frá skiptinemaárinu mínu 2004-2005.
Skemmtilegt hús, bíll og tré í næstu götu við "okkar" í Poulsbo. Elska litinn á þessum bíl!
Fengum okkur lunch í húsbílnum og horfðum á úrslitakeppnina í körfubolta heima á meðan.. í gegnum skype!
 Í bakgarðinum hjá Jim og Aladene í seinnipartssólinni.
Ljúfa líf!! :)