Monday, March 19, 2012

Súkkulaðikrem úr kókosmjólk



Vissuði að það er hægt að gera snilldar krem úr kókosmjólk?
Chocolate Covered Katie var með svo girnilega uppskrift að ég varð að prófa og athuga hvort þetta væri virkilega hægt, að gera þykkt krem úr kókosmjólk.
Galdurinn er sá að leyfa kókosmjólkinni að þykkna inní ískáp yfir nótt!
Maður opnar dós og tekur þykka partinn af kókosmjólkinni (semsagt ekki lekandi vökvann) úr með skeið og setur í skál. Síðan er skálin sett inn í ískáp - ekki hulin með plasti eða neinu. 
Daginn eftir er kókosmjólkin orðin vel hörð og þá er hægt að setja sætuefni, kakó og vanillu að vild og hræra svo með handþeytara þangað til þetta er orðið svona þykkt og fínt eins og á myndunum hér fyrir ofan.


Súkkulaðikrem úr kókosmjólk
1 dós kókosmjólk (fjólubláa dósin frá Coop hentar mjög vel - aðrar gætu verið of lekandi eins og t.d. þessar lite dósir sem hægt er að fá, ég er ekki viss um að þetta myndi virka með þeim)
0,7 dl kakó
agavesýróp/sykur að vild - hér myndi ég prófa mig áfram hversu sætt þið viljið hafa þetta. Ég setti held ég 1 msk af sykri og smá skvettu af agavesýrópi (ekki setja of mikið af agave sýrópi því þá verður kremið ekki nógu þykkt)
1 tsk vanilludropar


Ég hef notað þetta sem krem en einnig sem súkkulaðimús. 
Þá setti ég gríska jógúrt og súkkulaðimús sitt á hvað í glas og smá súkkulaðibita og vínber ofan á.
Mjög gott og sérstakt bragð.


Þegar ég gerði sítrónumúffurnar með birkifræjunum um daginn þá notaði ég einnig kókosmjólk.
Lét hana þykkna inní ískáp yfir nótt og setti svo smá sykur og kreisti sítrónu yfir. Það var ótrúlega ferskt og gott krem, aðeins úr kókosmjólk, sítrónusafa og pííínu sykri, einfaldara gerist það varla :)

No comments: